Í dag fagnaði starfsfólk Byggðasafnsins í Görðum stórum áfanga þegar síðasta fingurbjörgin úr safni Jóhönnu Jóreiðar Þorgeirsdóttur var skráð í menningarsögulegan gagnagrunn Sarps.
Jóhanna (1930–2006), oft kölluð Jóa, var fædd á Litla-Bakka á Akranesi og bjó síðar í Reykjavík. Hún var mikill safnari og átti m.a. 3.460 fingurbjargir sem hún safnaði af alúð í gegnum árin. Eftir andlát hennar færðu ættingjar hennar safninu þennan einstaka gripafjölda árið 2006, ásamt miklu safni póst- og jólakorta sem fóru til Héraðsskjalasafns Akraness.
Í maí 2024 hófst formleg skráning fingurbjarganna þegar Andrea Walter bókasafnsfræðingur og skjalavörður bauð fram þekkingu sína í sjálfboðavinnu á safninu. Í kjölfarið hófu þær Andrea, Tinna Rós Þorsteinsdóttir og Nanna Þóra Áskelsdóttir að vinna að því að merkja, ljósmynda og skrá hverja einustu fingurbjörg – alls 3.460 stykki – í Sarpi. Verkefnið lauk nú í september 2025.
Með faglegri skráningu er tryggð varðveisla menningararfs okkar fyrir komandi kynslóðir. Auk þess gerir skráningin daglegt starf starfsfólks safnsins markvissara og skilvirkara, þar sem skipulag og aðgengi að upplýsingum verður mun betra. Þannig nýttist verkefnið bæði almenningi og fagfólki safnsins, auk þess sem það styrkir hlutverk safnsins sem varðveisluaðila menningararfs samfélagsins.
Það er einstakt að sjá hvernig samvinna, þolinmæði og nákvæmnisvinna getur umbreytt stóru safni sem þessu í aðgengilegan fróðleik sem þessi gerir samfélaginu kleift að kynnast sögunni á lifandi og notendavænan hátt.
Við hjá Byggðasafninu í Görðum erum afar þakklát þeim sem stóðu að þessu mikla verkefni.
Auðvitað var ekki annað í boði en að fagna þessum merka áfanga með köku!