Sandar-Vestri

Húsið Sandar var byggt árið 1901 og stóð við Krókatún 4. Búið var í því til ársins 1995 og var það alla tíð alþýðuheimili. Húsið samanstendur af steinhlöðnum kjallara, einni hæð með portbyggðu risi og trogþaki (Mansard) en þessi þakgerð var algeng á Akranesi fyrir og um aldamótin 1900. Fljótlega var reist viðbygging við húsið sem notuð var til bátasmíða og sem geymsla. Sandar voru alltaf í eigu sömu fjölskyldunnar og hefur húsið nánast verið óbreytt frá upphafi. Byggðasafnið í Görðum eignaðist húsið 1996 og árið 2012 var það opnað fyrir gestum.

Myndir inni í húsinu