Grunnsýningin

Á nýju grunnsýningunni, sem opnuð var 15.05.2021, skyggnumst við inn í það hvernig var, og er að lifa og starfa einmitt hér, á vogskornu nesi á vestanverðu Íslandi. Sagan er rakin frá litlu sjávarþorpi á 17. öld til nútímalegs kaupstaðar með á áttunda þúsund íbúa.
Sýningin byggist á frásögnum, myndum og munum á báðum hæðum hússins. Auk þess má skoða ýmsar byggingar á útisvæðinu, frá sjómannsheimili til samkomuhúss – og jafnvel njóta útsýnis að Akrafjalli, hinu sama og blasti við landnámsmönnum á 9. öld.

Sýningin er byggð í kringum lifandi hljóðleiðsögn og er spilarinn sem þú hefur í höndunum mjög auðveldur í notkun.