Stúkuhús

Stúkuhúsið var upphaflega byggt sem hlaða og fjós um 1916 og stóð við Háteig 11. Stúkan Akurblóm nr. 3, sem starfaði á Akranesi 1887-2000, eignaðist húsið og endurgerði það fyrir starfsemi sína árið 1950. Barnastúkan Stjarnan nr. 103 starfaði þar jafnframt og ýmsar skemmtanir fóru þar fram. Um nokkurra ára skeið voru fundir bæjarstjórnar Akraness haldnir í húsinu. Byggðasafnið í Görðum eignaðist húsið árið 2004 og lauk endurgerð þess árið 2007.

Salurinn í Stúkuhúsinu rúmar ca 40 manns og hægt er að bóka hann fyrir fundi og aðra smærri viðburði hér

Myndir inni í húsinu