Hljóðleiðsögn

Á safninu er boðið upp á lifandi hljóðleiðsögn um sýninguna. Spilarinn sem þú færð er auðveldur í notkun og virkar á eftirfarandi hátt:
Hjá ákveðnum gripum á sýningunni sérðu númer. Til þess að hlusta á viðeigandi frásögn slærðu númerið inn á hnappaborðið og ýtir svo á græna PLAY-hnappinn.
Ýttu aftur á PLAY ef þú vilt gera hlé á frásögninni, og aftur til að halda áfram að hlusta.
Ef þú vilt komast út úr yfirstandandi frásögn ýtirðu á rauða stopptakkann.
Ekki gleyma að ýta á PLAY þegar þú hefur valið nýtt númer.
Á hlið spilarans má hækka og lækka hljóðstyrkinn.
Ef þú vilt hlusta aftur á þessar leiðbeiningar skaltu velja 99 og svo PLAY.
Starfsfólk safnsins veitir líka tæknilega aðstoð og svarar að sjálfsögðu öðrum
spurningum um safnið.
Gestum er frjálst að skoða sýninguna í þeirri röð sem þeir kjósa.