Upphaf Hafnarsjóðs Akraneskauptúns (2001)

Ljósmyndin er úr afhendingu til Héraðsskjalasafns Akraness á árinu 2000. Mynd: Árni Böðvarsson

Upphaf Hafnarsjóðs Akraneskauptúns má rekja beint til hvalrekans árið 1928. Í gjörðabók Hafnarnefndar frá 31. október 1929 má lesa eftirfarandi:
„Haustið 1928 í nóvember hlupu hér á land um 70 hvalir (marsvín). Eftir gömlum bréfum um reka hér á Akranesi, átti hér í, öll býli með hundraðatali. Voru því allir eigendur jarða kallaðir saman á fund í barnaskólahúsinu að kvöldi hins sama dags og þetta skeði. Þar var samþykkt af öllum hlutaðeigandi utan tveim, að feng þessum eða það af honum sem afgangs yrði kostnaði væri varið til að stofna Hafnarsjóð Akraneskauptúns, er skyldi varið til einhvers konar hafnar eða lendingarbóta á Akranesi.
Samkvæmt reikningi sem hafnarnefnd hefir í dag meðtekið, gerði hvalreki þessi afgangs kostnaði kr. 2.910,29 sem hefir verið lagt inn í bók nr. 991 í Sparisjóð Borgarfjarðarsýslu á nafn „Hafnarsjóður Akraneskauptúns.“

Hópur skólabarna á Akranesi stillir sér upp við eitt af marsvínunum.

 

Á myndinni eru: 1. Geir Jónsson á Bjargi, 2. Pétur Steinsson, Miðengi. 3. Þórarinn Einarsson í Brekku- koti. 4. Óþekktur. 5. Þórður Guðmundsson á Vegamótum eða Jóhannes Jónsson í Sandvík. 6. Jón Ólafs- son í Mýrarhúsum. 7. óþekktur. 8. Eiríkur Þorvaldsson á Valdastöðum. 9. óþekktur. 10. Sigurjón Guðjónsson í Melkoti. 11. Halldóra Geirsdóttir á Bjargi. 12. óþekktur. 13. Þuríður Sigurðardóttir á Hjarðar- bóli. 14. Guðfinna Svavarsdóttir í Sandgerði. 15. Ásgerður Tryggvadóttir í Tryggvaskála. 16. Hörður Sæmundsson í Hraungerði. 17. Sigrún Sigurðardóttir í Tungu. 18. Elín Bjarnadóttir á Ólafsvöllum. 19. Óþekkt. 20. Kristbjörg Bjarnadóttir í Skarðsbúð. 21. Dagmar Teitsdóttir, Suðurgötu 21. 22. Halldóra Arnadóttir í Skarðsbúð. 23. Ólafía Sigurdórsdóttir í Hlíðarhúsum. 24. Halldóra Sigurdórsdóttir í Hlíðarhúsum (?). 25. Steinunn Bjarnadóttir í Skarðsbúð. 26. Hallbjörg Bjarnadóttir í Skarðsbúð. 27. Ólöf Bjarnadóttir á Ólafsvöllum. 28. Jófríður Jóhannesdóttir á Vegamótum. 29. Sigurveig Oddsdóttir. 30 Óþekkt. 31. Jóhanna Ásmundsdóttir á Sunnuhvoli. 32. Óþekkt.
Heimildir veittu Þórður Arnason frá Sólmundarhöfða og Elín Bjarnadóttir en hún er númer 18 á myndinni. Ljósmynd: Arni Böðvarsson.