Skíðaævintýrið í Vatnadal (2002)

Frekari upplýsingar um myndir: Á tölvu: færið músarbendil yfir á myndina og bíðið stutta stund. Á snjallsíma: smellið fingri á myndina og haldið stutta stund.

 

Gunnar Bjarnason skíðakappi rifjar upp sögu Skíðafélags Akraness 

Um miðbik aldarinnar jukust vin- sældir skíðaíþróttarinnar mikið og um tíma náði hún meira að segja fótfestu á Akranesi þótt undarlegt megi virðast. Það er sjaldnast lengi snjór í hlíð- um Akrafjalls en þó má yfir háveturinn finna þar brekkur til að renna sér í. Þegar skíðaáhugamenn á Akranesi fóru að svipast um eftir framtíðarsvæði fyrir sig renndu þeir augunum til Skarðsheiðar en í hæstu hlíðum er oft töluverður snjór. Þar reistu fé- lagar í Skíðafélagi Akraness veglegan skála um miðbik aldarinnar við ótrúlegar aðstæður.
Einn af stofnendum Skíðafélagsins er Gunnar Bjarnason, bifvélavirki og skíðaá- hugamaður. Gunnar er fæddur 1927 að Búðum í Fáskrúðsfirði. Hann fluttist 13 ára gamall til Akureyrar þar sem hann hóf síðar nám í bifvélavirkjun. 1946 settist hann að á Akranesi og rak þar bílaverkstæði um árabil. I tíu ár sinnti hann bílaviðgerðum fyrir Sementsverksmiðjuna og í 18 ár var hann lagerstjóri hjá Járnblendinu. Eiginkona Gunnars, Asa Hjartardóttir, lést í maí 1998. Börn þeirra uppkomin eru þrjú, Hjörtur og Ásdís sem búa á Akranesi og Atli sem býr í Mosfellsbæ.

 

Á skíðum í Ölveri og að Fellsenda

„Upphafið að þessum skíðaáhuga hér var þannig að 1949 tókum við okkur saman nokkrir og fórum upp í Ölver á skíði. Við fórum á boddíbíl sem hann Oddur í Ársól átti og stunduðum skíði þar í brekkunum. Síðan fundum við okkur gott skíðasvæði í fjallinu upp af Fellsenda eða þar sem hét áður Stóra-Fellsöxl. Þar renndum við okkur þrjá vetur eða fram til 1953. Farið var í rútum frá Akranesi og var þátttakan í þessum skíðaferðum feykilega góð - allt upp í þrjár rútur. Þær voru kannski ekki stórar en tóku um 20 til 25 farþega hver.inga. Ole Östergaar sem var vélvirki hjá Þorgeir og Ellert var mikil driffjöður í þessu skíðastússi en hann varð síðan fyrsti formaður Skíðafélagsins.

Harðasti kjarninn í skíðaáhuganum? Það vorum við Ole Östergaar og Eggert Sæm, Guðmundur Magnússon á Traðarbakka, Sighvatur Karlsson, Jóhann Pétursson og Ólafur Þórðarson og svo konumar okkar með.“


Það voru fjölmargir sem komu fram með skíðin sín þegar við fórum af stað, þetta hreif með sér fjöldann allan af fólki, bæði fullorðið fólk og ungl

Akranesmeistarar í svigi og bruni

Skíðafélag Akraness hélt keppni í svigi og bruni árið 1952. Mótið var haldið að Fellsenda og bar Eggert Sæmundsson sigur úr býtum í bruninu en Gunnar sigraði í sviginu. Ekki

 hefur farið fram formleg keppni á vegum ÍA síðan og teljast Eggert og Gunnar því enn vera Akranesmeistarar í þessum greinum!
Skíðafélagið stóð fyrir þátttöku Skaga- manna í Landsgöngunni miklu þar sem Norðurlöndin kepptu með sér í skíðagöngu. Ótrúlega góð þátttaka var á Akranesi og hefði enginn trúað því að óreyndu að svo margir aðhylltust skíðaíþróttina í sjálfum knattspyrnubænum. Hver skíðagöngumaður gekk 5 kílómetra og var gengið á Jaðars- bökkum. Notuðust margir við svigskíði Gunnars og félaga hans.


Gunnar segir hópinn í Skíðafélaginu hafa verið mjög samstilltan og einhuga í því sem hann tók sér fyrir hendur. „Við vorum eins og ein fjölskylda. Áhuginn var ódrepandi og allt annað látið lönd og leið. Þegar við tókum okkur pásu frá skíðunum og settumst niður á hjarnskaflana til að drekka kaffið ræddum við um framtíðina og fljótlega kviknaði sú hugmynd að byggja skíða- skála.“
Bygging Skíðaskálans í Vatnadal
„Við fengum mann frá Íþróttasambandi Íslands til að aðstoða okkur við að velja skálastæðið með okkur,“ segir Gunnar. Eftir töluverðar athuganir varð það úr að skálanum var fundinn staður í Vatnadal í Skarðsheiðinni, undir Skarðshyrnunni sem einnig er nefnd Skessusæti.
Kom ekki til greina að velja honum stæði í Akrafjalli?
„Það var talið útilokað af augljósum á- stæðum. Allir vita að það festir ekki snjó að neinu gagni í Akrafjalli suma vetur. Vetur- inn 1954 til dæmis var nánast enginn snjór
í fjallinu en á sama tíma blasti við mikill snjór í Skarðsheiðinni. Þessi maður sem valdi þetta stæði sagði að í þessari hæð væri snjór fram á sumar en ef farið væri eins og tvö hundruð metrum neðar væri enginn snjór. Hann lagði ríka áherslu á að við reist- um skálann í snjóröndinni, þó að það væri aðeins erfiðara að komast á svæðið. Á þessum tíma þótti það ekki tiltökumál þó að maður þyrfti að bera skíðin í hálftíma, þrjú korter. Nú lætur enginn bjóða sér slíkt.“


Það var ekki auðsótt verk að reisa skálann. Hann var heilir 44 fermetrar, teiknaður af Guðmundi Bjarnasyni húsasmíða- meistara. Ráðist var í byggingu skálans sumarið 1953. Byggingarstaðurinn var í rúmlega fimmhundruð metra hæð og var um hálftíma gangur frá þeim stað þar sem lengst varð komist á fjallatrukk. Var upp bratta hlíð að fara og yfir stórgrýttan háls. Kölluðu skíðakapparnir hann „Svitabrekkuna,“ enda féll margur svitadropinn þar. Efniviðurinn var síðan ferjaður yfir vatnið í dalverpinu á pramma og borinn þaðan upp að byggingasvæðinu.
Þjóðsögur tengjast vötnunum í Vatnadal. í stærra vatninu átti að hafa verið eitruð ókind sem tók fólk ef það fór eftir eiðinu eða grandanum á milli vatnanna. Sagan segir að smali sem tók ekki mark á þessum álögum hafi horfið og fötin hans fundist þarna á 
eiðinu. „Ólafur bóndi að Efra-Skarði sagði mér að hann hefði verið orðinn harðfullorðinn þegar hann fór þetta eiði í fyrsta skipti,“ segir Gunnar. í Vatnadal er jökulsæti sem heitir Skessubrunnur, þar rann í vatn sem safnaðist saman en þegar vatnið fann sér út- rás neðanjarðar lækkaði snögglega í Skessubrunni og þá var sagt að skessan hefði verið að slökkva þorstann.
Vönduð smíð
Fyrst var steyptur grunnur og Gunnar segir að það hafi verið heljarmikið mál. „Við tókum alla möl við vatnið og við þurftum að þvo úr henni mold og leir. Möl- inni var mokað í strigapoka og þeir hristir í vatninu þar til mölin var orðin hrein. Síðan bárum við pokana á bakinu upp á hólinn þar sem grunnurinn var steyptur.“
Grindin fékkst úr vel viðuðum skúr sem stóð niðri á Breið og skíðafélagsmenn fengu gefins hjá bænum. Klæðningin utan á skálann var nótuð saman. „Við keyptum 1 x 6 tommu borð og ég man að við urðum að renna hverju einasta borði fimm sinnum gegnum vélamar hans Jóa Péturs á Sanda- brautinni til að fræsa í þær kanta og nót,“ segir Gunnar. „Þetta var að sjálfsögðu allt unnið í sjálfboðavinnu. Mikið starf var unnið til að fjármagna skálann og komu þar margir að. Við héldum hér böll og tombólur og við vorum meira að segja með pen- ingaveltu í gangi, tíu krónu veltu, sem gekk þannig fyrir sig að maður borgaði tíkall og sendi einhverjum tveimur öðrum bréf og skoraði á þá að gera slíkt hið sama. Við höfðum upp úr þessu 2000 kall sem var stór peningur þá.“
í skálanum var góður salur, forstofa, eld- hús, svefnloft og rúmuðust yfir tuttugu manns þar með góðu móti. Skálinn var síðan kyntur upp með gamalli kolavél með
meikaðri olíufýringu sem ofnar voru tengdir við. Til marks um stórhuginn þá var keypt ljósavél og flutt þarna upp eftir. Hún nýttist til lýsingar skálans og brekkurnar voru lýstar upp með kastara svo skíðafólkið gæti haldið áfram að renna sér þó að komið væri myrkur. „í okkar eigu komst Wepon sem við gerðum upp og notuðum mikið. Hann nýttist okkur vel við skála- bygginguna og í skíðaferðir seinna meir.“
Að missa andann komplett
Gunnar segir ferðir í skálann hafa verið tíðar framan af og þátttaka góð, gjarnan milli tuttugu og þrjátíu manns. Oft var glatt á hjalla og ýmislegt brallað. „Maður þreyttist á að því að ganga upp brekkumar með skíðin, var lengi upp og ferðin niður tók ekki nema örfáar mínútur. Til þess að fá meira út úr þessu bjuggum við til alls konar þrautir og lykkjur á leið okkar. Ein af þessum þrautum var að stökkva fram af hengjum. Einhverju sinni höfðum við byggt góðan stökkpall og allir búnir að fara eina bunu þegar Ole Östergaar segist ætla að sýna okkur alvöru stökk. Hann rennir sér að pallinum og lyftir sér ansi vel, reyndar ekki alveg eins og til er ætlast í skíðastökki því hann fer glæsilegan hálfhring í loftinu og lendir harkalega á herðunum. Við urðum hálfskelkuð til að byrja með því lendingin var all rosaleg á að horfa. Ole staulast á fætur og gengur um í andnauð og segir loks þegar hann nær að jafna sig: „Ég missti andann komplett.“
Orðavalið var oft skemmtilegt hjá honum, Ole var ágætur námsmaður í íslensku en talaði alla tíð frekar bjagað. í fundargerð fé- lagsins er varðveitt tillaga frá Ole sem hljóðar svo: „Ég legg hér með fram þeim tillaga að atkvæðagreiðslu fer fram um að nota árs- gjald félagsins til styrktur að skíðatur í Fornahvammi í páskuna.“ 
Endalok ævintýrisins
Smátt og smátt dró úr starfseminni í Skíðafélaginu. Kom þar margt til, m.a. breyttar aðstæður félagsmanna, og þegar kom fram á árið 1961 var ákveðið að af- henda Íþróttabandalagi Akraness skálann til varðveislu ef hann mætti nýtast til starfsemi þess. Skálinn var ekkert nýttur eftir þetta og Gunnar segir það hafa verið erfitt að horfa upp á hann grotna niður. Því sem ekki er haldið við er fljótt að skemmast á svona stað. Þakið gaf sig og að nokkrum árum liðnum stóð einungis grindin eftir. „Ég fór þarna upp eftir að jafnaði annað hvert ár,“ segir hann. „Það var alltaf jafn erfitt að horfa upp á eyðilegginguna.“
Einhvern tíma um miðjan níunda áratug- inn tóku menn sig til og hreinsuðu svæðið, söfnuðu saman því sem hafði fokið um dal- inn, báru að grunninum og báru eld að.
„Þetta var góður tími,“ segir Gunnar. „Þegar maður hugsar til baka fara hlýir straumar um mann. Þetta var ótrúlegt ævintýri og eitthvað sem þeir sem upplifðu það hefðu ekki viljað missa af fyrir nokkurn hlut.“
Nokkrum árum eftir að félagið hætti starfsemi var gerð tilraun til að endurreisa það en tókst ekki.
Viðtal þetta við Gunnar Bjarnason birtist í 16. tbl. Skessuhorns, sumarið 1999.
Kristján Kristjánsson skráði.


Gunnar Bjarnason

Skíðaskálinn í Vatnadal.