Stúkuhús Slamm

Fimmtudaginn 14. mars verða haldnir Paunkroggtónliggar í Stúkuhúsinu í tilefni af Vetrardögum sem haldnir eru á Akranesi dagana 14. – 17. mars.
Viðburðurinn hefst kl. 19:00,  frítt er inn og opið fyrir öll á öllum aldri.

Fram koma Martian Motors og hljómsveitirnar Gaddavír, Hark og HLS.

Hljómsveitina HLS skipa Kristján Alexander Reiners Friðriksson, Guðjón Jósef Baldursson og Sigurbjörn Kári Hlynsson og er best líst sem Skaga Crust Punk sveit stofnuð á myrkum miðöldum.

Emma Jónsbur er Martian Motors, flytur nýbylgju dans pönk af bestu gerð og hefur verið hampað fyrir framúrskarandi lagasmíðar.

Gaddavír er Sementssteypu Harðkjarna Svart-pönk band, skipað af drengjum sem aldnir voru upp á HB fiski og Íslandsmeistaratitlum í knattspyrnu. Þeir Guðbergur Haraldsson, Bergur Líndal Guðnason, Bragi Knútsson, Sigurbjörn Kári Hlynsson og Kristján Alexander Reiners Friðriksson koma fram sem Gaddavír.

Hark er harðkjarna þungarokk, grimmasta slamm sem til er. Hark er stofnað á Akranesi 2008 og skipar þrjá meðlimi, þá Reyni Sigmundsson, Guðjón Þór Grétarsson og Bergþór Viðarsson. Þess má geta að þeir gáfu út besta harðkjarna EP sögunnar