SJALASEIÐUR - Sýning Bergrósar Kjartansdóttur

Bókin Sjalaseiður kom út nú á dögunum og í henni eru sögur, ljóð og prjónauppskriftir af níu sjölum.

Í bókinni eru myndir af alls átján sjölum sem skarta sínu fegursta úti í íslenskri náttúru.

Á sýningunni verður Seiðurinn magnaður og ætlar höfundurinn að sýna öll sjölin og segja frá tilurð þeirra og bókarinnar, segja töfrandi sögur og ef til vill lesa upp ljóð.

Höfundur mun árita bækur fyrir þá sem hafa áhuga á slíku, veita ráðleggingar og hafa gaman með þeim sem koma í heimsókn í Stúkuhúsið.

Frítt er inn að sjá Seiðinn og allir eru velkomnir sem elska litatóna lífsins.

Opnunartímar sýningar:
3. nóvember - 17:00 OPNUN SÝNINGAR
4.-6. nóvember opið frá 13:00 - 17:00