Og svo henti lítið atvik

Velkomin á opnun sýningarinnar Og svo henti lítið atvik

16. Apríl 14 - 17.

Sunnudaginn 16. apríl kl. 14 opnar sýningin Og svo henti lítið atvik á Byggðasafninu í Görðum á Akranesi. Sýningin er útskriftarsýning Söru Hjördísar Blöndal meistaranema í sýningargerð við Listaháskóla Íslands.

Sýningin Og svo henti lítið atvik samanstendur af verkum eftir Heiðar Mar Björnsson, Bryndísi Ósk Þ. Ingvarsdóttur, Sveinbjörgu Símonardóttur, Kristinn E. Hrafnsson og Söru Hjördísi Blöndal. Verkin byggja öll með einum eða öðrum hætti á orðum og segja hvert og eitt sögur af hversdeginum, hugleiðingum um dagsdaglega lífið og ástina. Þau deila á samfélagið sem við búum í, fyrirfram ákveðna staðla og formúlur sem ganga svo sannarlega ekki fyrir alla þegna samfélagsins. Sýningin leggst ofan á grunnsýningu sem fyrir er á Byggðasafninu og varpar nýju ljósi á frásögn hennar og áherslur.

Á opnunardegi sýningarinnar, 16. apríl, verður samvinnuverk sviðslistakonunnar Bryndísar og Söru Hjördísar, sýningarstjóra flutt frá klukkan 14 - 17 af Bryndísi. Verkið er gert sérstaklega fyrir sýninguna og er unnið inn í rými grunnsýningar Byggðasafnsins sem segir frá lífi kvenna á síðari hluta 19. Aldar.

Listamenn: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir, Heiðar Mar Björnsson, Kristinn E. Hrafnsson & Sveinbjörg Símonardóttir.

Sýningarstjóri: Sara Hjördís Blöndal.

Staðsetning: Byggðasafnið í Görðum á Akranesi, Garðaholt 1 - 3, 300 Akranes

Opnun: 16. Apríl frá 14 - 17

Opnunartími:

Sun. 16. Apríl 14 - 17

Fim. 20. Apríl 13 - 17

Lau. 22. Apríl 13 - 17

Lau. 29. Apríl 13 - 17

Lau. 6. Maí 13 - 17

Sun. 7. Maí 13 - 17

Og samkvæmt samkomulagi

Síðasti opnunardagur sýningarinnar er sunnudagurinn 7. maí 2023. Sýningin hefði ekki orðið að veruleika nema fyrir það góða samstarf sem átti sér stað við Byggðasafnið í Görðum. Sýningarrýmið býður upp á hjólastólaaðgengi.

Sérstakar þakkir:

Birta Guðjónsdóttir, Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir, Byggðasafnið í Görðum á Akranesi, Georg Magnússon, Hanna Styrmisdóttir, Heiðar Mar Björnsson, Kristinn E. Hrafnsson, Margrét Blöndal, Ragnar Kjartansson, Sigríður Ylfa Arnarsdóttir, starfsmenn Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi & Sveinbjörg Símonardóttir.

Sara Hjördís Blöndal (*1989, Ísland) útskrifast sumarið 2023 með meistaragráðu í sýningagerð frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur starfað í áratug sem hönnuður í leikhúsi og kvikmyndum og lauk BA gráðu í leikhúshönnun frá Wimbledon College of Arts, London University of the Arts (2015). Þá hefur Sara starfað sjálfstætt sem sýningahönnuður á undanförnum árum.