Kartöfluhátíð er haldin í annað sinn á Byggðasafninu í Görðum

Jón Sigurðsson (1870-1953) með handdælu til þess að úða varnarlyfjum meðal annars gegn kartöflumyglu…
Jón Sigurðsson (1870-1953) með handdælu til þess að úða varnarlyfjum meðal annars gegn kartöflumyglu sem geysti um landið. Myndin er tekin fyrir 1940.
Þetta er önnur árlega kartöfluhátíðin sem haldin er á Byggðasafninu í Görðum og að þessu sinni kemur Hildur Hákonadóttir rithöfundur og heldur fyrirlestur.
Árið 2008 gaf hún út bókina Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktaði kartöflur: saga kartöflunnar og kartöfluræktar gegnum aldirnar.
Fyrirlesturinn verður laugardaginn 16.september klukkan 14:00 í Stúkuhúsinu á Safnasvæðinu.
 
Frítt er inn á viðburðinn og að fyrirlestri loknum verður boðið uppá kartöflusmárétti og kaffi.
 
Hlökkum til að sjá sem flest!