Hrollvekjuhús

Hrollvekjuhús Byggðasafnið í Görðum Akranesi - Akranes Folk Museum verður á sýnum stað klukkan 19:30 í kvöld. Þorir þú? 🎃
Ungmenni bæjarins undir stjórn Audur Lindal í samstarfi við safnið munu sjá til þess að hárin rísi! Ástrós Ólafsdóttir ásamt 6 áhugasömum úr hrollvekjuförðunar smiðju Vökudagar á Akranesi ætla að sjá um að farða hópinn sem mun hræða okkur í kvöld.
Minnum á að klæða sig eftir veðri, það er alltaf svolítil bið í röðinni fyrir utan - Fimleikafélag ÍA verða á svæðinu með kaffi og Swiss Miss til sölu (300- kr glasið /hægt að greiða með korti). ☕
❗️Athugið að hrollvekjuhúsið er ekki ætlað ungum börnum né viðkvæmum. Börn eru á ábyrgð forráðamanna.