Heimferð með Leikhópnum Handbendi

Þann 13. Júní næstkomandi mætir Leikhópurinn Handbendi til okkar og flytur leiksýninguna Heimferð. Miðinn kostar Kr.2.000,- og hægt er að kaupa miða á tix.is

 

Sýningartímar eru 13:00, 14:00, 15:00, 16:30, 17:30, 18:30 og 19:30.

 

"Heimferð er einstæð örleikhúsupplifun í hjólhýsi fyrir lítinn áhorfendahóp í senn. Í þessari heillandi sýningu fyrir alla aldurshópa er notast við hreyfimyndir, tónlist, leiklist, brúðulist, hljóð og mynd til að skoða muninn á hreyfanlegu heimili sem marga dreymir um og þeirri upplifun að búa á slíku heimili þvert gegn eigin vilja, í krísuástandi.

Áhorfendum er fylgt í gegnum opna sögu sem þeir móta sjálfir um leið og þeir fá að gægjast inn í litla heima, einkalíf annarra, og kanna mörgþúsund örstutt augnablik sem flytja okkur aftur heim.

Handbendi er margverðlaunaður brúðuleikhúshópur með aðsetur á Hvammstanga og handhafi Eyrarrósarinnar. Heimferð verður sýnd á Hvammstanga, Akureyri, Búðardal, Stykkishólmi, Grundarfirði, Rifi, Akranesi, Borgarnesi, í Iðnó, Gerðubergi og Elliðaárdal. Fyrsta sýningin í Elliðaárdal verður aðgengileg fyrir notendur hjólastóls.

Leikstjóri: Greta Clough
Flytjendur: Sigurður Arent Jónsson, Sylwia Zajkowska, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir
Danshöfundur: Snædís Lilja Ingadóttir
Leikmynd & lýsing: Egill Ingibergsson
Textíll & uppstilling: Jamie Wheeler
Leikbrúður: Cat Smits, Greta Clough
Tónlist: DVA, Paul Mosely"