Gömlu húsin samsýning

Gömlu húsin á safnasvæðinu fá nýtt hlutverk og hýsa yfir Vökudaga málverk þriggja listmálara.

Tinna Royal í Sýrupartinum! (Rauðahúsið)

Í sýningunni Nammidagar fer Tinna Royal aftur til nostalgísku drauma bernsku sinnar, þegar heimurinn var kviksjá af sælgæti, leikföngum og endalausum laugardögum.Tinna stendur frammi fyrir þversögninni að verða fullorðin, á ferðalagi sem ætti að leiða til þroska, en finnur sig æ oftar aðeins þrá einfaldleika bernskunar. Verkin eru skær spegilmynd þess tíma, þegar nammi var gjaldmiðill gleðinnar og leikföng voru vegabréf að ímyndunaraflinu.

Aldísar Petra verður staðsett í Söndum sem fjölskylda hennar á einmitt tengingu við! (gula húsið með græna þakinu)

Herdís verður staðsett í Garðahúsi! (Gula og svarta).

Sýningin samanstendur af verkum eftir Herdísi Hallgrímsdóttur sem eru innblásin af einstöku útsýni á Akranesi.
Hrafnar spila stórt hlutverk í verkunum ásamt fjölmörgum ljósgjöfum Akraness.
Akrafjall lætur einnig sjá sig í einstaka verkum.

Athugið að á sama tíma stendur sýningin Rokkarnir rokka í Guðnýarstofu!

Opnunartími
2. nóvember 13:00 - 17:00
3. nóvember 13:00 - 17:00 - Lengri opnun vegna fyrirlestar Haraldar bæjarstjóra.
4. nóvember 13:00 - 17:00
5. nóvember 13:00 - 17:00
 
Frítt er á safnið þessa daga