Barnamenningarhátíð Akraneskaupstaðar 2024

Barnamenningarhátíð Akraneskaupstaðar verður haldin hátíðleg dagana 23. - 31. maí 2024.

Og í tilefni þess ætlar Byggðasafnið í Görðum að sýna heimildarmyndina Útileikir barna í 100 ár í aðalsafnarhúsinu.

Heimildarmyndin Útileikir barna í 100 ár er viðtalsmynd frá árinu 2018, þar sem viðmælendur á öllum aldri rifja upp útileiki sem þau léku í æsku. Myndin var gerð af Heiðari Mar Björnssyni í samstarfi við Byggðasafnið, Í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. 
Verkefnið hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands.
Myndin miðlar ómetanlegum heimildum um liðna tíma til komandi kynslóða.
Heimildarmyndinni er ætlað að varpa ljósi á útileiki barna og hvernig þeir hafa breyst í áranna rás.
Í leiðinni gefst tækifæri til að kynna gamla útileiki fyrir nýjum börnum.

Ókeypis aðgangur er á sýninguna frá 24. til 26. maí.